ljósmyndaprentun
Ljósmyndaprentun. Við prentum ljósmyndir, strigamyndir, auglýsingaspjöld, skiltamerkingar, bílamerkingar. Sérhæfum okkur í Fine Art ljósmyndaprentun á bestu fáanleg efni á markaðinum en bjóðum líka ódýrar lausnir.


Auglýsingaspjöld
Prentun fyrir verslanir og sölustaði og fleira
Ódýrar og góðar lausnir fyrir það sem ekki má kosta mikið en þó mjög vel unnið og prentað í fyrirtaks gæðum. Eins og tímabundin eða varanleg auglýsinga- og tilboðsplaköt í glugga verslana. Bjóðum líka upp á prentun sem þolir mikið álag, ef auglýsingar eiga að fara á sem dæmi gólf. Auglýsing er þá prentuð á límvínyl sem límdur er á gólf og hann svo filmaður með mjög sterku plasti sem er með nauðsynlega staðla er varðar hálkuvörn. Eigum oftast ýmsar gerðir af gólfstöndum til að setja auglýsingar í. Við getum séð um uppsetningu.
Merkingar
Prentun skilta og bílamerkinga. Erum með fínan vínyl með lími á bakinu sem við notum á bíla. Hann er með mjög sterkri plasthúð þannig að þú getur farið með bæði tjöruhreinsir og háþrýstidæluna á hann án þess að hafa áhyggjur. Sama má segja um öll útiskilti (með og án líms á baki). Ef þú ert með einhverjar hugmyndir vertu þá endilega í sambandi við okkur. Vekjum sérstaka athygli á að prentgæði og litir hjá okkur eru sérstaklega góð og efnin mjög vönduð.
Um okkur
Við hjá ljósmyndaprentun erum vel tækjum búin og höfum á að skarta einum fullkomnasta prentara sem völ er á í heiminum í dag. Ljósmyndaprentun býður upp á prentun ljósmynda, auglýsingaplakata, skilta og bílamerkinga, eftirprentana á listaverkum og fleira, allt frá litlum myndum upp í risastórar útprentanir í metrum talið.
Senda okkur póst eða skjal
